Hvað er adrenalín gegn rasisma?

Adrenalín gegn rasisma er fjölmenningarlegt unglingarstarf, þar sem ungu fólki af ólíkum uppruna er skapaður vettvangur til umræðu um raunveruleg lífsgildi, ólíka menningu og skaðsemi fordóma. Hópurinn hefur það að markmiði að vinna gegn fordómum og efla virðingu milli unglinga af ólíkum uppruna. Unglingunum gefst tækifæri á að vera saman á sínum eigin forsendum þar sem þau geta tjáð sig um sitt líf og sína menningu.
Í þessu starfi gefst ungum innflytjendum tækifæri til að kynnast stórbrotinni íslenskri náttúru og glíma við hana ásamt ungum íslendingum.

Við erum með starfið í Laugarneskirkju enda er þetta stjórnað af Hildi Eir sem er prestur þar og er ég (Eva) og Ryan henni til aðstoðar.
Við hittumst á hverjum fimmtudegi, gerum eitthvað skemmtilegt og borðum svo saman.
Allir hafa rosalega gaman að þessu enda eru krakkarnir úr Laugalækjaskóla og Austurbæjaskóla æðislegir :-)

Endilega commentið og segi mér hvernig ykkur finnst síðan :-)

Kær Kveðja Eva!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Eva flott síða hjá þér... gangi ykkur bara vel í framtíðinni og hafið það gott!! Gaman hvað það er mikil þáttaka í þessu starfi.

Kveðja
Gunnar Örn

Gunnar Örn (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 22:45

2 identicon

Takk fyrir að brjóta ísinn gunnar minn :-) koma svo grænir, fá fleiri comment takk! :)

Eva (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 22:54

3 identicon

Hæ hó, flott síða og magnað það sem þið eruð að gera með þessu adrenalíni. This page has been approved by Stinni.

Stinni (IP-tala skráð) 30.10.2006 kl. 00:20

4 identicon

Hæ hæ,
Mig langaði bara að segja að mér finnst þetta ótrúlega töff framtak hjá ykkur og flott hjá þér að halda uppi þessu bloggi.

Svavar Knútur (IP-tala skráð) 30.10.2006 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband