Eins og gráðugir geltir

Ég afsaka orðbragðið þótt satt sé.

Þessi fallega mynd af þessum fallegu "vinnumönnum" endurspeglar örlítið  þessa fallegu peningahyggju okkar fallegu íslendinga sem er algjörlega farin svona fallega úr böndunum. Það er ágætt að þessi fallegi almenni verkamaður okkar sé meira og meira að fjarlægjast ásættanleg laun. Hvenær eigum við íslendingar eftir að vakna upp af þessari geðveiki? Eins og ég hélt svo innilega að það væri að reyna að minnka bilið á milli fátækra og ríkra. En nei. Það er greinilega ekki svoleiðis.

Að ungt fólk og þá sérstaklega utan að landi sem á ekki ættingja hér í RVK geti ekki flutt hingað til að stunda nám vegna þess hversu há leigan er. Hvað er að verða um okkur? 

Þetta er ekki líf sem ég vil taka þátt í enda tel ég niður daganna þar til ég klára mitt nám og kveð Ísland.

Og hana nú!

Góðar stundir.


mbl.is Launin þola ekki dagsljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugarheimur blog.is

Þar sem ég lá hér í mestu makindum mínum, glápandi á innantóma stafina á tölvuófétinu sem ég festist of lengi fyrir framan hvern einasta dag, ákvað ég að "hertaka" þessa síðu og gera hana að minni. Þar sem þetta var, ekki í svo langan tíma, síða unglingastarfs sem ég tók þátt en náði aldrei að blómstra (s.s. síðan).

Mitt adrenalín

Sjáum hvernig/hvort þetta virki

Það verður líklegast þreytandi til leyndar að halda uppi öllum þessum fjölmörgu síðum sem ég hef á mínu nafni. En hérna get ég allaveganna bloggað á fréttir dagsins á mbl-anum!

Seinna-Eva!

 


íííhhaaa Skautar :-)

Jæja enn einn fimmtudagurinn að verða búinn, en eins og alla aðra fimmtudaga erum við í Adrenalíninu að bralla eitthvað skemmtilegt samanSmile!! Í dag skelltum við okkur á skauta og gekk það alveg slysalaust fyrir sig... (sem betur fer..) Skautuðum í 1 1/2 tíma og fylltum svo maga okkar af júmbó samlokum og svölum W00t 

Ég er búin að setja inn allar myndirnar sem ég er búin að taka hingað til svo endilega skoðið þær!!

Og verið dugleg að commenta... Það er ekki flókið... Koma svo grænir!!

Næsta fimmtudag verður höfundurinn að spóka sig um köbenhavn en ég efast ekki um að það eigi eitthvað skemmtilegt eftir að gerast í Adrenalíninu Wink

Allir saman nú.. Jibbíkóla!!

Kærlig Hilsen Eva!!


Hvað er adrenalín gegn rasisma?

Adrenalín gegn rasisma er fjölmenningarlegt unglingarstarf, þar sem ungu fólki af ólíkum uppruna er skapaður vettvangur til umræðu um raunveruleg lífsgildi, ólíka menningu og skaðsemi fordóma. Hópurinn hefur það að markmiði að vinna gegn fordómum og efla virðingu milli unglinga af ólíkum uppruna. Unglingunum gefst tækifæri á að vera saman á sínum eigin forsendum þar sem þau geta tjáð sig um sitt líf og sína menningu.
Í þessu starfi gefst ungum innflytjendum tækifæri til að kynnast stórbrotinni íslenskri náttúru og glíma við hana ásamt ungum íslendingum.

Við erum með starfið í Laugarneskirkju enda er þetta stjórnað af Hildi Eir sem er prestur þar og er ég (Eva) og Ryan henni til aðstoðar.
Við hittumst á hverjum fimmtudegi, gerum eitthvað skemmtilegt og borðum svo saman.
Allir hafa rosalega gaman að þessu enda eru krakkarnir úr Laugalækjaskóla og Austurbæjaskóla æðislegir :-)

Endilega commentið og segi mér hvernig ykkur finnst síðan :-)

Kær Kveðja Eva!


Velkomin/n á síðuna okkar! Jei!

Heilir og sælir kæru lesendur...

Hérna ætla ég að leyfa ykkur aðeins að fylgjast með adrenalín gegn rasisma starfinu okkar :-) Hér ætla ég að halda smá dagbók um hvað við erum að bauka en aðalega ætla ég að setja inn myndir svo bæði þið kæru lesendur, krakkarnir í starfinu og foreldrar geti fylgst með uppátækjunum okkar í þessu stór skemmtilega starfi!

Er þetta kannski eitthvað fyrir þitt bæjarfélag?

Bestu kveðjur,

Eva..


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband